Rökkurganga í skóginum

Í morgunsárið gengu nemendur og starfsfólk um í skóginum í svo kallaðri rökkurgöngu. Margir voru með vasaljós með sér sem skapaði skemmtilega stemningu. Fyrsta stopp var í Sigurðarlundi. Þar voru sungin nokkur lög. Næsta stopp var í Þuríðarlundi og þar var einnig sungið. Að lokum var svo boðið upp á kakó og piparkökur við aðstöðuhúsið á tjaldsvæðinu þar sem búið var að henga upp stóra jólaseríu. Veðrið lék við okkur þrátt fyrir slæma veðurspá.