Þó að nóg sé um að vera í daglegu starfi er stundum tækifæri til þess að taka á móti gestum. Föstudaginn 26.september komu hingað gestir á vegum Listar fyrir alla. Þar komu tveir fulltrúar, Blær og Eva Rún og sögðu svakalegar sögur og buðu svo nemendum í 1.-7.b. upp á að skrifa með sér sögu. Hópurinn bjó til sögu sem sett var saman og teiknum mynd af aðalpersónunni. Fljótt varð ljóst að hugmyndir að söguefni voru nægar og höfðu margir á orði að eftirleiðis yrði það fastur liður eftir að heim væri komið að setja saman sögu.