Vetraropnun bókasafns Varmahlíðarskóla

Nú hefst vetraropnun á bókasafninu og við hlökkum til að taka á móti lesendum af öllum aldri. Opið verður á miðvikudögum kl.12-15 og fimmtudögum kl.15-17. Sara Gísladóttir er bókavörður og tekur hjartanlega vel á móti ykkur með kaffi og kruðerí. Hægt er að hafa samband í tölvupósti bokasafn@vhls.is eða í síma 455 6020 ef einhverjar spurningar vakna eða vantar upplýsingar um bókakost. Bókasafnið er líflegur vettvangur fróðleiks, sköpunar og samveru – fullkominn staður til að eiga notalega stund í vetur.