28.11.2025
Nú líður senn að jólum og fer skólastarfið að litast mikið af því. Í dag, 28.nóvember, kveiktum við á jólaljósum á jólatrénu við skólann. Var það góð stund, þrátt fyrir mikinn kulda. Á eftir var morgunmatur þar sem allir gæddu sér á dýrindis heitu súkkulaði og heitu brauði að hætti matráða.
Lesa meira
26.11.2025
Á haustdögum efndi Mjólkursamsalan (MS) til ljóðasamkeppni meðal nemenda 8.-10.bekkja grunnskóla landsins. Álitleg ljóð voru valin til prentunar á mjólkurfernum, eftir að jólamjólkurfernurnar fjara út.
Nemendur Varmahlíðarskóla voru hvattir til þátttöku - og niðurstaða þess varð sú að Edda Björg Einarsdóttir frá Syðra-Skörðugili var valin ásamt 47 öðrum nemendum víðs vegar af landinu til að fá ljóð sitt birt á mjólkurfernu. Um 1200 nemendur sendu ljóð - svo árangur Eddu er eftirtektarverður. Óskum Eddu til hamingju með árangurinn og hlökkum til að berja ljóðið augum á fernu framtíðarinnar. Hér á eftir gefur að líta ljóðið:
Lesa meira
19.11.2025
Nemendur í 1. - 7. bekk tóku þátt í Svakalegu lestrarkeppninni í haust og lentu í 9.sæti sem er frábær árangur. Tæplega 17 þúsund börn í 1.-7. bekk í 90 skólum um land allt tóku þátt í Svakalegu lestrarkeppninni 2025. Var afhent viðurkenningarskjal til nemenda í síðustu viku. Innilega til hamingju!
Lesa meira
31.10.2025
Í dag ríkti sannkölluð hrekkjavökustemning í grunnskólanum þegar nemendur og starfsfólk mættu í fjölbreyttum og skemmtilegum búningum. Skólahúsið breyttist í litríkan og draugalegan stað þar sem nornir, vampírur, beinagrindur, ofurhetjur og alls kyns furðuverur gengu um ganga skólans. Búið var að eyða síðastliðnum dögum og vikum í skreytingar og undirbúning og var afrakstri þeirra vinnu gerð skil í dag.
Lesa meira
29.10.2025
Nemendur í 1.–7. bekk tóku þátt í Svakalegu lestrarkeppninni sem haldin var 15. október - 15. nóvember og árangurinn var algjörlega frábær!
Saman lögðu nemendur sig fram við að lesa heima og í skólanum, og samanlagt lásu þeir alls 76.480 mínútur!
Markmið keppninnar er að hvetja nemendur til að lesa daglega, njóta bóka og efla lestraráhuga á skemmtilegan hátt. Það var gaman að sjá hvað nemendur voru duglegir að velja fjölbreyttar bækur og sýna lestri áhuga.
Við erum gríðarlega stolt af nemendum fyrir frábæra þátttöku, áhuga og elju. Það er greinilegt að lestur færir kraft, sköpun og gleði inn í skólann!
Lesa meira
20.10.2025
Hreyfing er öllum lífsnauðsynleg og hér á bæ taka nemendur og starfsfólk þátt í ýmsum hreyfistundum. Í upphafi skólaárs voru hinir árlegu hreyfidagar haldnir, Ólympíuhlaup ÍSÍ í lok september og nú í október var fyrsta mílan gengin, en þá eru nemendur og starfsfólk hvatt til að ganga eina mílu (1,6 km) á skólatíma.
Lesa meira
14.10.2025
Í dag, þriðjudag 14. október, fengum við heimsókn frá Skólaþingi. Skólaþing hefur verið starfrækt í Reykjavík síðan 2007. Síðustu tvö ár hafa þeir heimsótt skóla vítt og breitt um landið. Þeir leyfa nemendum að setja sig í spor þingmanna og fylgja lagafrumvarpi í gegnum þingið. Þetta er hlutverkaleikur þar sem nemendur taka sér hlutverk þingmanna í uppskálduðum flokkum. Leikurinn felur meðal annars í sér að stíga í ræðustól í hlutverki og tjá sig um efni frumvarpsins og afstöðu flokksins.
Tveir starfsmenn úr fræðsluteymi skrifstofu Alþingis koma og sjá um að stýra þessum leik. Nemendur fá gott innsýn inn í starfsheim þingmanna með því að fá tækifæri til að vinna að frumvarpsdrögum, koma með breytingatillögur og rökræða um málefnið.
Lesa meira
14.10.2025
Gaman saman, samstarfsverkefni leikskólans Birkilundar og Varmahlíðarskóla, er komið á fullt. Löng hefð er fyrir þessu samstarfi skólanna, en það byggir á gagnkvæmum heimsóknum allan veturinn. Vikulega hittast börnin í skólahópi leikskólans og nemendur 1. bekkjar Varmahlíðarskóla, til skiptist í skólunum.
Lesa meira