25.09.2025
Nú hefst vetraropnun á bókasafninu og við hlökkum til að taka á móti lesendum af öllum aldri. Opið verður á miðvikudögum kl.12-15 og fimmtudögum kl.15-17. Sara Gísladóttir er bókavörður og tekur hjartanlega vel á móti ykkur með kaffi og kruðerí. Hægt er að hafa samband í tölvupósti bokasafn@vhls.is eða í síma 455 6020 ef eitthvað er. Bókasafnið er líflegur vettvangur fróðleiks, sköpunar og samveru – fullkominn staður til að eiga notalega stund í vetur.
Lesa meira
09.09.2025
Á morgun, miðvikudag 10. september, er Alþjóðlegi forvarnardagur sjálfsvíga. Við hvetjum börn og starfsfólk til að mæta í gulu og sýna samstöðu og von.
Lesa meira
04.09.2025
Dagana 27. - 28. ágúst sl. fóru nemendur 9. og 10.bekkjar í gönguferð fram í Hildarsel í Austurdal. Ferðin er fastur liður í skólastarfi Varmahlíðarskóla og farin á tveggja ára fresti.
Lesa meira
25.05.2025
Varmhlíðingar lentu í þriðja sæti í úrslitakeppninnar í Skólahreysti í gærkvöldi og er það besti árangur skólans. Varmahlíðarskóli var með flest stig í fyrri hluta keppninnar en eftir taugatrekkjandi samkeppni urðu úrslitin þau að Holtaskóli hreppti fyrsta sætið, Lágafellsskóli annað og Varmahlíðarskóli í þriðja. Til hamingju með verðlaunasætið, Halldór, Haraldur, Iðunn, Sigurbjörg, Friðrik, Marey og Lína!
Lesa meira