Föstudaginn 12. desember sl. var Söngkeppni Friðar haldin í Miðgarði - fyrir fullum sal.
Á meðal þeirra níu atriða sem flutt voru, áttu þær Ólöf Helga og Sigurbjörg Svandís það sem lenti í þriðja sæti.
Þær stöllur fluttu lagið The night we met með Lord Huron - sem þær sungu raddað.
Óskum þeim til hamingju með árangurinn.