Hefur þú einhvern tímann vaknað sveitt(ur) eftir draum sem var svo raunverulegur að hann fylgdi þér langt fram á dag?
Martraðir geta verið skrýtnar, fyndnar, óþægilegar og stundum óþægilega kunnuglegar. Þær birtast oft þegar síst skyldi – og skilja eftir sig spurningar, ónotatilfinningu og jafnvel hlátur þegar maður hugsar til baka.
Úr slíkum draumum sprettur leikritið Ógleymanlega martröðin, ný sýning sett upp af nemendum í 8.–10. bekk. Í verkinu fléttast saman óvæntar uppákomur og ýktar aðstæður. Handritið er frumsamið af nemendum í 10. bekk.
Handritið er bæði spennandi og skemmtilegt, þar sem draumar og veruleiki renna saman á óvæntan hátt. Nemendur hafa unnið verkið frá grunni með mikilli sköpun, hugmyndaflugi og leikgleði – og útkoman er martröð sem gleymist ekki í bráð.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að upplifa Ógleymanlega martröð föstudaginn 16. janúar kl.20 í Miðgarði.