Bakstursþema 10. bekkjar

Föstudaginn 12. des. sl. fengu nemendur 10.bekkjar að spreyta sig við að baka og steikja danskt jólabakkelsi.  Tilefnið var að brjóta aðeins upp dönskukennsluna á aðventu.
Nemendur fóru inn á danska baksturssíðu og völdu sér uppskriftir.  Skilyrðið var að það væru danskar uppskriftir af hefðbundnu dönsku bakkelsi og nemendur læsu uppskriftir og leiðbeiningar á dönsku.  Baksturinn þótti heppnast vel og voru allir ánægðir með afraksturinn.
Meðal þess sem bakað var voru vanillukransar, danskar kleinur og súkkulaðibitakökur.
Var Kristvina Gísladóttir nemendum og umsjónarkennara til ráðlegginga og aðstoðar. Er henni þakkað kærlega fyrir aðstoðina.