Nemendur í 5.-7.bekk unnu saman í útikennsluverkefni í gær. Verkefnið var að hanna og búa til skutlur. Nemendur unnu saman í hópum og var byrjað inni á því að búa til skutlurnar og gera þær tilbúnar fyrir flug. Síðan var farið út fyrir skólann og þar reyndu nemendur að láta skutlurnar fljúga sem lengst. Tímataka og lengdarmælingar voru hafðar til hliðsjónar til að finna út hver færi lengst. Notast var við spjaldtölvur við tímatöku og málbönd við lengdarmælingar, en þar reyndi þó nokkuð á reikningshæfni nemenda. Það þótti líka mjög jákvætt að skutlurnar færu snúning, en þar var hægt að ná sér í aukastig. Í lokin var boðið upp á dýrindis kakó og piparkökur sem nemendum þótti nú ekki amalegt að fá. Í þessu verkefni reyndi á samvinnu, hugmyndaflug, stærðfræði og hönnun.