Við sendum nemendum, foreldrum, starfsfólki og öllum vinum skólans okkar hlýjar og kærleiksríkar jólakveðjur.
Á aðventunni gefst tækifæri til að staldra við, gleðjast saman og njóta þess sem skiptir mestu máli – samveru, hlýju og gleði.
Við þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða og óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Megið þið eiga notalega jólahátíð.
Skólinn hefst aftur eftir jólafrí mánudaginn 5. janúar kl. 10.
Gleðileg jól!