Fréttir

Skóla lokað vegna sóttvarnaraðgerða

Frá miðnætti eru hertar sóttvarnaraðgerðir og skólum lokað. Því viljum við ítreka að það er EKKI skóli á morgun, fimmtudag og föstudag (25.-26. mars). Kennsla fellur niður og páskaleyfi hefst hjá nemendum frá og með morgundeginum. Frekari upplýsingar verða sendar um fyrirkomulag skólahalds eftir páskaleyfi um leið og þau mál skýrast.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var þann 17. mars

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar hjá 7. bekkjum grunnskólanna í Skagafirði fór fram í bóknámshúsi FNV þann 17. mars. sl. í tuttugasta sinn.
Lesa meira

Útinám í stærðfræði

3. og 4. bekkur skelltu sér í útikennslu í stærðfræði í dag. Hér má sjá nokkrar myndir frá því.
Lesa meira

Ferð í Tindastól

Skíðaferð þriðja, fjórða, fimmta, áttunda og níunda bekks í Tindastóls í dag tókst með ágætum. Það voru brosmildir nemendur og starfsmenn sem komu heim að loknum vel heppnuðum skíða- og brettadegi í fjallinu.
Lesa meira

Skólahaldi aflýst í dag

Skólahaldi er aflýst í dag, fimmtudaginn 11. mars, vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Upplestrarhátíð 7. bekkjar

Upplestrarhátíð 7. bekkjar Varmahlíðarskóla var haldin hátíðleg í dag að viðstöddum foreldrum lesara. Kynnar hátíðarinnar voru fulltrúar skólans frá fyrra ári, Kolbeinn Maron L. Bjarnason og Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir.
Lesa meira

Samræmdum prófum frestað vegna tæknilegra vandamála

Í dag komu upp tæknileg vandamál þegar samræmt próf í íslensku var lagt fyrir nemendur 9. bekkjar á landsvísu. Þess vegna hefur Menntamálastofnun ákveðið að fresta prófum sem vera áttu á morgun í stærðfræði og miðvikudag í ensku. Skólinn sendir út tilkynningu síðar þegar ákveðið hefur verið hvenær prófin verða lögð fyrir.
Lesa meira

Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar

Nemendur 5.bekkjar tóku þátt í eins konar æfingabúðum uppfinningamanna í vikunni. Verkefnið kallast Nýsköpunarkeppni 5.bekka í Skagafirði og stýrði Ingvi Hrannar Ómarsson því. Hann dvaldi eina dagsstund í hverjum skóla og sýndi nemendum ýmsar gamlar og góðar uppfinningar sem komist hafa á markað og eru orðnar vel þekktar.
Lesa meira

Starfsdagur mánudaginn 15. mars

Athugið að mánudaginn 15. mars verður starfsdagur í Varmahlíðarskóla. Það er tilfærsla á starfsdegi sem var fyrirhugaður 5. nóv. en frestað um óákveðinn tíma vegna aðstæðna. Skóladagatal hefur verið uppfært á heimasíðu skólans. Breytingarnar eru að höfðu samráði og með samþykki skólaráðs.
Lesa meira

Skíðaferð í Tindastól

Í gær fóru nemendur fyrsta, annars, sjötta, sjöunda og tíunda bekks í skíðaferð í Tindastól. Veðrið var falleg og færi var gott. Heilt yfir gekk ferðin vel. Stefnt er að annari ferð á mánudag með þá árganga sem ekki fóru í gær. Með fréttinni fylgja myndir frá gærdeginum.
Lesa meira