Fréttir

Vinningshafar í jólalestri

Nemendur voru hvattir til lesturs í jólafríinu. Þau skiluðu þar til gerðu blaði með staðfestingu á lestri. Dregið var úr jólalestrinum í dag og hlutu nemendurnir bækur í verðlaun. Verðlaunahafar eru Edda Björg, Marta Fanney og Hólmar Kári. Til hamingju krakkar!
Lesa meira

Stöðvavinna á yngsta stigi

Sameiginleg stöðvavinna var í dag, fimmtudag, hjá nemendum á yngsta stigi og skólahóp leikskólans.
Lesa meira

Árshátíð unglingadeildar: GREASE!

Já, það styttist í að nemendur í 8.-10. bekk sýni söngleikinn Grease á sviði Miðgarðs. N.k. föstudag kl. 19:30 hefst sýningin og í kjölfarið er veislukaffi í skólanum. Unglingaball 10. bekkinga verður í Miðgarði til kl. 23:00 en það er plötusnúðurinn Háski sem þeytir skífur.
Lesa meira

Gaman saman heimsókn

Gaman saman er verkefni sem 1. bekkur í Varmahlíðarskóla vinnur með skólahóp á leikskólanum Birkilundi. Alla fimmtudaga hittast þessir hópar og vinna verkefni saman. Skólarnir eru heimsóttir á víxl og í dag var skólahópur hjá okkur og verkefni dagsins var Osmo. Góð samvinna er milli hópanna og dýrmæt vinátta sem hefur myndast.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Starfsfólk Varmahlíðarskóla óskar öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samstarf, samveru og hlýju á árinu 2023.
Lesa meira

Rökkurganga í skóginum

Í morgunsárið gengu nemendur og starfsfólk um í skóginum í svo kallaðri rökkurgöngu. Margir voru með vasaljós með sér sem skapaði skemmtilega stemningu. Fyrsta stopp var í Sigurðarlundi. Þar voru sungin nokkur lög. Næsta stopp var í Þuríðarlundi og þar var einnig sungið. Að lokum var svo boðið upp á kakó og piparkökur við aðstöðuhúsið á tjaldsvæðinu þar sem búið var að henga upp stóra jólaseríu. Veðrið lék við okkur þrátt fyrir slæma veðurspá.
Lesa meira

Jólavinna á yngsta stigi

Margt og mikið hefur verði brallað á yngsta stigi síðastliðna daga.
Lesa meira

Piparkökuhúsakeppni

Hin árlega keppni um flottasta piparkökuhúsið var haldin í dag. Nemendur á unglingastigi sem eru í bakstursvali taka þátt. Keppnin var hin glæsilegasta og mátti meðal annars sjá dómkirkjuna í Niðarósi, Flugumýrarkirkju og Glaumbæjarkirkju. Allir nemendur og allt starfsfólk er með atkvæðarétt. Við fengum einnig tvo dómara til að aðstoða okkur en það voru þær Þorbjörg Jóna matráðurinn okkar og Bryndís Bjarnadóttir fyrrverandi heimilisfræðikennari hjá okkur. Úrslitin verða tilkynnt á litlu jólunum, 18. desember.
Lesa meira

Breytt skóladagatal

Hér má finna rétt skóladagatal. Ruglingur var með upphaf þorra og góu, en þeir mánuðurnir eru óvenju seint á ferðinni árið 2024. Það er vegna þess að árið 2023 er rímspillisár. Af Vísindavefnum; Í svonefndu fingrarími er til regla sem segir til um hvenær rímspillisár er. Reglan er svona: Rímspillisár er þegar aðfaradagur árs (það er seinasti dagur ársins á undan) er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Seinasti dagur ársins 2022 er laugardagur og árið 2024 er hlaupár. Af því leiðir að árið 2023 er rímspillisár. Það sama átti við um árið 1995. Seinasti dagur ársins á undan (1994) var laugardagur og árið 1996 var hlaupár. Þess vegna var árið 1995 rímspillisár. Rímspillisár eru oftast á 28 ára fresti. Orðið rím er notað um útreikning almanaks eða dagatals. Orðatiltækið að ruglast í ríminu er dregið af því og merkir þess vegna upphaflega þegar einhver ruglast á dögunum.
Lesa meira