Edda Björg mjólkurfernuskáld

Hlaupið endalausa

Ég hleyp alveg þar til ég fæ blóðbragð í munninn, þá stoppa ég og anda að mér köldu vetrarloftinu. Finn hvernig vindurinn leikur við hárið á mér og kuldinn mjakar sér inn um ermarnar á þunnu peysunni minni og mjakar sér inn í hjarta mitt. Ég mun aldrei komast á leiðarenda, vegurinn er endalaus en orkan ekki. Pressan er sterk en fæturnir veikir.  Pressan hægir á mér og dregur mig niður, hún er eins og að hlaupa með sandpoka. Því meiri pressa því þyngri er sandpokinn. Ég þarf að finna leið til að létta sandpokann svo ég geti haldið áfram.