Heilsueflandi hópur skólans stendur reglulega fyrir því að fá fyrirlesara í skólann til þess að ræða við nemendur og starfsfólk um heilsuna frá ýmsum hliðum. Þriðjudaginn 11.nóvember komu þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson og sögðu frá eigin reynslu auk þess sem þau bentu á mikilvæg atriði í daglegu lífi. Að þeirra sögn er fátt mikilvægara en að hafa hreyfingu fastan lið í daglegu lífi, en hver og einn verður að finna það sem hentar. Einnig bentu þau á að hraðinn í samfélaginu er oft gríðarlegur og þá er nauðsynlegt að geta tekið stund til þess að róa hugann. Þar getur gönguferð, heimsókn til vinar eða stund með fjölskyldunni verið það sem tryggir að allt haldist í réttu horfi. Góður rómur var gerður að erindinu, enda þörf áminningu um að fara sér hægt í lífinu og að njóta þess með samferðafólkinu.