Svakalega lestrarkeppnin

Nemendur í 1.–7. bekk tóku þátt í Svakalegu lestrarkeppninni sem haldin var 15. október - 15. nóvember og árangurinn var algjörlega frábær!
Saman lögðu nemendur sig fram við að lesa heima og í skólanum, og samanlagt lásu þeir alls 76.480 mínútur!
Markmið keppninnar er að hvetja nemendur til að lesa daglega, njóta bóka og efla lestraráhuga á skemmtilegan hátt. Það var gaman að sjá hvað nemendur voru duglegir að velja fjölbreyttar bækur og sýna lestri áhuga.
Við erum gríðarlega stolt af nemendum fyrir frábæra þátttöku, áhuga og elju. Það er greinilegt að lestur færir kraft, sköpun og gleði inn í skólann!