Dvöl í skólabúðum UMFÍ

UMFÍ rak um nokkurra ára skeið skólabúðir fyrir nemendur í 9.bekk sem nutu mikilla vinsælda. Lengst af voru þær að Laugum í Sælingsdal, síðar voru þær fluttar að Laugarvatni, en vegna þess að þess að húsnæðið þar úreltist lögðust þær búðir af. 

Um alllangt skeið voru reknar skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði fyrir nemendur í 7.bekk. Um þann rekstur sáu aðrir en UMFÍ tók við þeim rekstri fyrir stuttu. Þar er nú boðið upp á dagskrá frá mánudegi til fimmtudags með margs konar vinnu og verkefnum. Þar gefst nemendum kostur á að hitta jafnaldra úr öðrum skólum og að deila þar áhugamálum og dagsstundum saman.

Nemendur héðan voru þar dagana 29. september-1.október og fengu að njóta þess sem óhefðbundnir dagar á ókunnum stað hafa upp á að bjóða.