Markmið verkefnisins er að lyfta verkum barna og sýna þeim hvað getur orðið úr hugmyndum þeirra. Einnig að auka áhuga barna á sögugerð á fjölbreyttu formi og sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið.
Á haustin geta börn í 3. - 7. bekk sent inn í flokkunum: Lag og texti, leikritahandrit, smásögur og stuttmyndahandrit. Dómnefnd fær afhendar innsendingarnar án persónurekjanlegra upplýsinga og velur í hverjum flokki verk sem eru unnin áfram af fagfólki í samstarfi við börnin.
Í ár var smásaga eftir Árdísi Heklu Pétursdóttur í 3. bekk valin áfram ásamt 17 öðrum smásögum og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn. Hún fær tækifæri til að vinna áfram með söguna sína hjá ritstjórum og verður sagan svo gefin út, ásamt hinum sögunum, í bókinni Risastórar smásögur.