Stođţjónusta

Almennt

Varmahlíđarskóli er skóli fyrir alla nemendur og ţađ er hlutverk skólans ađ stuđla ađ alhliđa ţroska og menntun allra nemenda sinna. Skólinn býđur upp á einstaklingsmiđađan stuđning til ađ koma til móts viđ mismunandi ţarfir og getu hvers og eins nemanda.  Stođţjónusta Varmahlíđarskóla byggir á grunnskólalögum, ađalnámskrá grunnskóla og skólastefnu sveitarfélagsins Skagafjarđar.  Einstaklingsmiđađur stuđningur kallar á  breytingu á innihaldi náms, kennsluađferđum og/eđa kennsluađstćđum.  Viđ skipulagningu er tekiđ  miđ af getu, ţörfum og hćfileikum hvers einstaklings. Einnig miđast skipulagning viđ kennsluađstćđur, stćrđ bekkja og ţá kennslukrafta sem völ er á.  Viđ viljum mćta hverjum  nemanda  međ jákvćtt viđmót og virđingu fyrir einstaklingnum ađ leiđarljósi um leiđ og passađ er ađ verkefni hans séu viđ hćfi.  Ţađ er mikilvćgt ađ nemendum líđi vel í skólanum og geti óhrćddir beđiđ um ađstođ viđ nám, samskipti  önnur ţau mál sem á ţeim brenna.

Skipulagning og ađstćđur

Deildarstjóri stođţjónustu annast skipulagningu einstaklingsmiđađs stuđnings innan skólans í samráđi viđ stjórnendur, umsjónarkennara og ađra ţá sem ađ stuđningi koma. Kennsla og stuđningur er í höndum  kennara, stuđningsfulltrúa og sérkennara.

Kennslan  er skipulögđ međ ýmsu móti, t.d. sem einstaklingskennsla eđa  kennsla afmarkađra hópa. Hún fer  fram innan eđa utan bekkjar, einnig getur veriđ um  samvinnu tveggja kennara í kennslustofu ađ rćđa. Stuđningur getur veriđ tímabundin ađstođ viđ nám eđa einstaklingsbundin kennsla og umsjón sem nćr til lengri tíma.

Skipulag námsstuđnings byggist á mati á stöđu einstakra nemenda. Ţarfir nemandans eru greindar á grundvelli námsmats í skóla, skimunarprófa eđa sértćkra greiningarprófa, svo sem lestrargreininga, niđurstöđum samrćmdra prófa  eđa stćrđfrćđimats.   Einnig er stuđst  viđ greiningargögn frá sérhćfđum ađilum, svo sem Greiningarstöđ ríkisins.

Einstaklingsnámskrá – áćtlanir

Kennslan grundvallast á einstaklingsnámskrá,  ţ.e. áćtlun um kennslu viđkomandi nemanda.  Gerđ námskrár er á ábyrgđ viđkomandi umsjónar- eđa fagkennara og ţess/ţeirra sem stuđningskennsluna annast í samráđi viđ deildarstjóra.  Í henni eru sett fram markmiđ, kennsluađstćđur, námsefni og námsmat. Hún getur fjallađ um allt frá einni námsgrein til alls skólastarfs nemandans. Ţar geta veriđ kaflar um hegđun, samskipti og atferli daglegs lífs.  Einstaklingsnámskrá getur ţannig veriđ mjög ítarlegt plagg en einnig áćtlun um eina vikustund. Einstaklingsnámskrár eru samdar fyrir skólaáriđ en endurmetnar um miđjan vetur og viđ lok skólaárs.

Ađstođ í prófum

Viđ viljum ađ námsmat skólans sé sanngjarnt og gefi rétta mynd af getu nemenda.  Ef viđ teljum ađ nemendur ţurfi sérstaka ađstođ viđ námsmat ţá er ţví mćtt. Stundum ţarf ađ lesa upp texta og spurningar fyrir nemanda og/eđa veita honum ađstođ viđ ađ skrifa upp svörin.  Eldri nemendur geta svarađ munnlega og tekiđ upp svörin á tölvuna.  Sumir nemendur eru kvíđnir eđa eiga erfitt međ einbeitingu, ţá getur veriđ gott ađ taka próf í nćđi í öđru rými. Ósk um ađstođ í prófum kemur yfirleitt fram í samtali nemanda og umsjónarkennara, einnig er gott ađ foreldrar geri viđvart ef ţeir telja börn sín ţurfa ađ ađstođ ađ halda. Sjálfsagt er ađ mćta ţörfum nemenda međ ţví ađ lengja prófatíma.

Teymisfundir

Fundađ er reglulega vegna flestra ţeirra nemenda sem njóta einstaklingsmiđađs stuđnings af einhverju tagi.  Myndađ er teymi sem í sitja foreldrar, umsjónarkennari, stuđningsfulltrúar sem ađstođa viđkomandi nemanda  og deildarstjóri stođţjónustu.  Suma teymisfundi situr fulltrúi frá Fjölskylduţjónustu sveitarfélagsins og ađrir ţeir ađilar sem ađ málum koma, svo sem sjúkraţjálfi og talmeinafrćđingur.  Sum teymi funda á 6-8 vikna fresti, önnur sjaldnar.

Viđ viljum kappkosta ađ hafa gott samband viđ foreldra og ađ ţeir séu međ í ráđum um hvađeina sem ađ skólagöngu barns ţeirra lýtur.

Nemendavernd

Nemendaverndarráđ fundar reglulega. Í ţví sitja: skólastjóri, ađstođarskólarstjóri, deildarstjóri stođţjónustu, námsráđgjafi, skólahjúkrunarfrćđingur, skólafulltrúi frćđsluţjónustu og félagsráđgjafi fjölskyldusviđs. Sálfrćđingur frćđsluţjónustu situr 2-3 fundi á skólaári. Skóla er skylt ađ gera foreldrum viđvart ţurfi ađ fjalla um málefni barna ţeirra á fundum nemendaverndarráđs en ekki ţarf samţykki ţeirra fyrir ţví.

Frćđsluţjónusta - sér

Frćđsluţjónusta sveitarfélaganna Skagafjarđar og Akrahrepps býđur grunnskólum hérađsins ađstođ og ráđgjöf ţeirra sérfrćđinga sem ţar starfa.  Ţeir eru: Inga Huld Ţórđardóttir, talmeinafrćđingur, Selma Barđdal, skólafulltrúi, Helga Harđardóttir, kennsluráđgjafi/verkefnastjóri og Ingvi Hrannar Ómarsson kennsluráđgjafi/verkefnastjóri. 

Svćđi