Íbúasamráðsfundur vegna mótunar skólaumhverfis í Varmahlíð

Vilt þú koma skoðun þinni á framfæri?

Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur stefna sameiginlega að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla.

Leitað er að áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í undirbúningi í mótun skólaumhverfis í Varmahlíð. Markmiðið er að ná fram sjónarmiðum ólíkra hagsmunahópa í vinnu við gerð þarfagreiningar vegna leik- og grunnskóla og hönnunar á umhverfi skólans. Við hönnunina verður eftir því sem unnt er haft að leiðarljósi að ákveðnir þættir þeirrar starfsemi sem nú fara fram í húsinu geti einnig þjónað nærsamfélaginu með víðtækari hætti.

Gert er ráð fyrir tveimur hópavinnufundum þar sem farið verður í gegnum hugmyndir sem nýttar verða við undirbúning hönnunar. Leitað er að einstaklingum á öllum aldri sem búa og sækja þjónustu á svæðinu.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hjá Selmu Barðdal á netfangið selma@skagafjordur.is eða í síma 455-6048 og tilgreina í stuttu máli hvernig tengslum við skólann og nærumhverfið er háttað.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur sitji báða fundina en þeir verða haldnir í Varmahlíðarskóla sem hér segir:

Þriðjudaginn 23. febrúar frá kl. 20-22 og

Þriðjudaginn 2. mars frá kl. 20-22.

Athygli er vakin á uppfærðum fundartímum frá því sem auglýsit var í Sjónhorninu.