Skíðaferð 1.-2., 6.-7. og 10. bekkjar

Við erum búin að bóka daga í Tindastóli og stefnum á skíði með alla bekkjarhópa skólans ef veður og skíðafæri verður okkur hliðhollt. Kennarar og starfsfólk fylgja nemendum í Tindastól og þeir sem eru óvanir skíðum fá tilsögn.

Á fimmtudaginn 25. febrúar er áætluð skíðaferð 1.-2., 6.-7. og 10. bekkjar. 

Mánudaginn 1. mars fara síðan 3.-4.-5. og 8.-9. bekkur.

Þeir nemendur sem eiga lyftukort, skíðabúnað eða snjóbretti eru hvattir til að taka þann búnað með sér. Einnig er velkomið að hafa meðferðis sleða eða snjóþotu ef áhugi er fyrir því. 

Allir þurfa að koma sérstaklega vel klæddir til útiveru og skíðaiðkunar. 

Nemendum er ekið í fjallið eftir morgunmat og fá hádegishressingu í skíðaskálanum. Heimakstur verður á hefðbundnum tíma.

Ef veður eða annað kemur til með að hamla för þá verður afboðun send eins skjótt og auðið er með sms og Mentor tölvupósti.