Skólahreysti

Frá undankeppni Skólahreysti 2020

Skólahreystilið Varmahlíðarskóla tekur þátt í undankeppni Skólahreysti 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 20:00. Undankeppnir Skólahreysti verða í beinni útsendingu á RÚV og því miður engir áhorfendur. Við hvetjum alla til að mæta við skjáinn og senda hvatningarstrauma heiman úr stofu til okkar frábæru krakka! Í Skólahreystiliði eru: Arndís Katla Óskarsdóttir, Herdís Lilja Valdimarsdóttir, Ísak Agnarsson og Kristinn Már Eyþórsson. Til vara eru Hákon Kolka Gíslason og Lydía Einarsdóttir. 

Myndin er frá undankeppni Skólahreysti 2020 þegar við gátum mætt með fagurgræna stuðningssveit í höllina. 

ÁFRAM VARMAHLÍÐARSKÓLI!!! Bein útsending kl. 20:00 á RÚV, þriðjudaginn 4. maí.