Þemadagur

Á mánudag og þriðjudag verða þemadagar í aldursblönduðum hópum í Varmahlíðarskóla. Viðfangsefni þemadaga er tvíþætt, annars vegar í anda Hreyfiviku UMFÍ og hins vegar umhverfistengt þar sem við ætlum að fegra nánasta umhverfi skólans. Þemadagar eru styttri skóladagar, skólabílar aka heim kl. 13:20.

Nemendur eiga að mæta klædd til útivistar og með sundföt báða daga.

Frístund er opin fyrir skráð frístundabörn.