Vorhátíð og grill

Á miðvikudegi, síðasta skóladegi skólaársins verður nemendum 1.-6. bekkjar haldin lítil athöfn í setustofu þar sem þeir fá afhent vitnisburðarblöð. Eftir morgunmat verður vorhátíð og sprell sem endar um hádegisbil með grilluðum pylsum sunnan við skóla.

Nemendur eiga að mæta klædd til útivistar. Heimkeyrsla kl. 12:15.

Frístund er opin fyrir skráð frístundarbörn.