Skipulag á tímum Covid-19

 Fimmtudagur 19. mars kl. 12:20

Ágætu nemendur og foreldrar í Varmahlíðarskóla

Eins og alkunna er hafa yfirvöld almannavarna sett á samkomubann í landinu sem hefur áhrif um allt samfélagið, þar með talið á grunnskóla landsins.
Skólunum er heimilt að halda úti skólastarfi að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sama kennslurými og enginn samgangur verði á milli hópa. Skólarnir geri ráðstafanir til að þrífa húsnæðið sérstaklega vel og sótthreinsa eftir þörfum á hverjum degi.

Þar sem vikan 16. -20. mars hefur gengið afar vel miðað við aðstæður, erum við starfsfólk skólans að undirbúa kennslu og dagskrá næstu viku á svipaðan hátt, þó með fáeinum breytingum.  Við munum birta dagskrána hér nú fyrir skóladagslok.