1. og 2. bekkur í heimsókn á Víðimel

Í dag var 1. og 2. bekk boðið að koma í heimsókn og skoða dýragarðinn á Víðimel. 

Þetta var ákaflega skemmtileg og fróðleg ferð. Á Víðimel var sannarlega margt og mikið að sjá. Nemendur sáu m.a. hesta, geitur, hamstra, kanínu, hænur, hund, kött, skjaldbökur, degu mýs og hænuunga sem var nýskriðinn úr eggi. Einnig voru þar hænuegg í útungunarvél.

Hópurinn fékk frábærar viðtökur hjá Erlu og börnum hennar.