Áheitahlaup 7. og 8. bekkjar

Fyrstu krakkarnir lögðu af stað kl. 9:40 í glampandi sól sem fylgdi hópnum þar til hún hneig til viðar bak við vesturfjöllin. Síðasti hópurinn mætti að skólanum um 18:45 í nær svarta myrki, ef frá eru talin blikkandi ljós þeirra fjölda bíla sem fylgdu hópnum síðustu kílómetrana. Lögreglan á Sauðárkróki fylgdi hópnum gegnum Krókinn að Utanverðunesi og í Blönduhlíðinni þar sem ekki eru reiðstígar meðfram veginum. Hjá Vík bættust við þrír meðlimir skokkhóps Árna Stef sem hlupu að Jóni Ósmann, en það er ekki ónýtt að fá slíka reynslubolta með í hlaupið.  Hér eru myndir frá deginum.

Margir lögðu áheitahlaupinu lið á einn eða annan hátt og er þeim  hér færðar þakkir fyrir. Sérstaklega skal þakka eftirtöldum:

  • þeim sem styrktu Krabbameinsfélag Skagafjarðar með framlögum, 
  • þeim fyrirtækjum sem styrktu hlaupið með matvælum handa þátttakendum - KS útibúið í Varmahlíð, Mjólkursamlagið og Sauðárkróksbakarí;
  • foreldrum og starfsfólki sem lögðu krökkunum lið í undirbúningi, söfnuninni og sjálfu hlaupinu.