Áheitahlaup á miðvikudag

Ívar Elí er fimm ára drengur á Sauðárkróki sem hefur glímt við ótilgreinda flogaveiki frá þriggja ára aldri.  Hann bíður þess að vera kallaður í allsherjarrannsóknir á sjúkrahús í Bostonborg í Bandaríkjunum.  Nemendur munu hlaupa Hegraneshringinn svokallaðan, Varmahlíð - Sauðárkrókur - Hegranes - Blönduhlíðin - Varmahlíð, alls 65 km. 

Áheitahlaupið og söfnunin  sýna krökkunum og samfélagi okkar allra vel hvað hver manneskja getur lagt til málanna. Fyrir fyrsta hlaupið söfnuðu nemendur kr. 700 þúsund handa Krabbameinsfélagi Skagafjarðar; tveim árum síðar safnaðist ríflega 1 miljón króna fyrir Krabbameinsfélagið. Miðað við dugnað krakkanna síðustu daga má búast við að söfnunin í ár gangi glimrandi vel