Árshátíðarsýningu frestað

Vegna veðurs og röskunar á skólastarfi er fyrirhugaðri árshátíðarsýningu fimmtudagsins frestað. Vonandi verður mögulegt að sýna söngleikinn "Slappaðu af!" á föstudagskvöldið kl. 19:00 og halda unglingaballið svo fremi sem veður/ófærð setur æfingar ekki meira úr skorðum.
Í athugun er ný tímasetning fyrir sýningu og kaffi í skóla (í stað fimmtudagssýningar). Nánar auglýst síðar.