Blár dagur 1. apríl

Föstudagurinn 1. apríl verður blár dagur í Varmahlíðarskóla. Þá hvetjum við nemendur og starfsfólk til að klæðast einvherju bláu til að sýna samstöðu með einhverfum, jákvæðni og gleði en alþjóðlegur dagur einhverfra er á laugardaginn 2. apríl. Fram til þessa hefur blár litur einkennt daginn en nú hefur styrktarfélag barna með einhverfu tekið í notkun nýtt merki, fiðrildi, þar sem fleiri litir hafa bæst við og vill félagið fagna fjölbreytileikanum með einstökum apríl. Blái liturinn verður þó áfram partur af litrófi merkisins og útliti. Nýju litirnir eru sagðir meira lýsandi fyrir fjölbreytileika einhverfurófsins og þeir komi betur til móts við óskir einhverfra sjálfra. 

Vissir þú að einhverfa er ekki sjúkdómur? Vissir þú að einhverfa er yfirleitt meðfædd? Á heimasíðu Einhverfusamtakanna og hjá Félagi barna með einhverfu, á síðunni einstakurapril.is er að finna góðar upplýsingar um einhverfu. 

Einnig veita stuttmyndbönd einhverfusamtakanna góða innsýn í líf og áskoranir ungs fólks með einhverfu.