Bókagjöf

Skólabókasafni Varmahlíðarskóla barst á dögunum peningagjöf frá Kiwanis klúbbnum Freyju á Sauðárkróki. Gjöfin var nýtt til að kaupa nýútgefnar barnabækur sem ungir lesendur hafa beðið spenntir eftir að fá í hendur. Við sendum Kiwaniskonum kærar þakkir fyrir.