Breytt skóladagatal

Hér má finna rétt skóladagatal. Ruglingur var með upphaf þorra og góu, en þeir mánuðurnir eru óvenju seint á ferðinni árið 2024. Það er vegna þess að árið 2023 er rímspillisár.
Af Vísindavefnum;
Í svonefndu fingrarími er til regla sem segir til um hvenær rímspillisár er. Reglan er svona: Rímspillisár er þegar aðfaradagur árs (það er seinasti dagur ársins á undan) er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár.
Seinasti dagur ársins 2022 er laugardagur og árið 2024 er hlaupár. Af því leiðir að árið 2023 er rímspillisár. Það sama átti við um árið 1995. Seinasti dagur ársins á undan (1994) var laugardagur og árið 1996 var hlaupár. Þess vegna var árið 1995 rímspillisár. Rímspillisár eru oftast á 28 ára fresti. Orðið rím er notað um útreikning almanaks eða dagatals. Orðatiltækið að ruglast í ríminu er dregið af því og merkir þess vegna upphaflega þegar einhver ruglast á dögunum.