Danssýning og jólabingó

Þessa vikuna hafa nemendur verið í danskennslu undir öruggri stjórn Ingunnar Margrétar Hallgrímsdóttur danskennara frá Dalvík. Æfingar hafa gengið með eindæmum vel og var afraksturinn sýndur í gær á danssýningu í íþróttahúsinu. Sýndir voru dansar eins og partýpolka, skósmíðadans, skottís, vínarræll, hringdans, vals og fleira. Frábær mæting hjá áhorfendum og nemendur stóðu sig með miklum sóma. Eftir danssýningu var kaffisala upp í skóla og jólabingó sem 10. bekkur sá um. Var fullt út úr dyrum á bingóinu og vinningarnir ekki af verri gerðinni. Gaman að geta verið saman eftir innilokun undanfarin Covid-ár.