Danssýning og bingó

Næstkomandi fimmtudag verður danssýning og bingó í Varmahlíðarskóla.

Danssýningin hefst kl. 14:10 í íþróttahúsi en nemendur sýna þá afrakstur danskennslu þessarar viku. 

Eftir sýninguna verður kaffisala í matsal skólans.

 Kl. 16:00 hefst bingó 10.bekkjar, í boði eru veglegir vinningar sem nemendur hafa haft veg og vanda að safna.