Drög að skóladagatali 2022-2023

Það liggja fyrir drög að skóladagatali Varmahlíðarskóla fyrir næstkomandi skólaár. Skóladagatalið hefur verið til umfjöllunar í starfsmannahópi og með hagsmunaaðilum skólasamfélagsins í skólaráði. Samkvæmt ákvörðun skólaráðs var ákveðið að birta drögin en framundan er að fjallað verður um skóladagatalið á næsta fundi skólaráðs í lok mánaðar og það síðan lagt fyrir ráðið til endanlegrar samþykktar. 

Séu ábendingar eða fyrirspurnir varðandi drög skóladagatals 2022-2023 má gjarnan koma þeim á framfæri með tölvupósti á netfangið varmahlidarskoli@varmahlidarskoli.is