Nemandi í lokaumferð Pangea stærðfræðikeppni

Nemendur í 8. bekk Varmahlíðarskóla tóku nýverið þátt í Pangea stærðfræðikeppni. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði. Eftir fyrstu umferð komust langflestir nemendur áfram í aðra umferð. Eftir aðra umferð náðu 50 nemendur úr 8. bekk áfram í lokaumferð og af þeim er einn nemandi Varmahlíðarskóla, Iðunn Holst. Hún mun taka þátt í lokakeppninni þann 27. apríl. Þess má geta að það voru 2.129 nemendur sem tóku þátt í upphafi.

Hér má sjá meiri upplýsingar um Pangea stærðfræðikeppnina.