Fjólublár dagur - vitundarvakning um flogaveiki

Föstudaginn 25. mars ætlum við að halda fjólubláan dag í Varmahlíðarskóla og hvetjum alla til að klæðast einhverju fjólubláu. Tilefnið er aðlþjóðlegur dagur til vitundarvakningar um flogaveiki eða Purple Day - Fjólublái dagurinn sem er laugardaginn 26. mars. 

Á heimasíðu LAUF, félags flogaveikra segir að dagurinn sé haldinn hátíðlegur í tugum landa um allan heim. Fyrsti Purple Day hafi verið haldinn 2008 í Nova Scotia, Kanada að tilstuðlan ungrar stúlku sem hafði lengi háð harða glímu við flogaveiki og óskaði sér þess að það væri einn dagur þar sem allur heimurinn gæti sýnt fólki með flogaveiki stuðning og fræðst um flogaveiki. 

Við hvetjum alla til að gefa sér stund og fræðast um flogaveiki, frekari upplýsingar er til dæmis að finna á heimasíðu LAUF, Félags flogaveikra.