Forritunarkennsla á yngsta stigi

Síðastliðna 5 daga hefur Álfhildur forritunarkennari verið á yngsta stigi með forritunarkennslu af ýmsu tagi. Nemendur hafa fengið tækifæri til að prófa margskonar forritunarverkfæri, t.d. róbótana Dash og Blue Bot, búið til pítsu í Osmo og verið að forrita hvort annað í forritunarspili. Öll verkefnin kröfðust þess að nemendur hugsi nokkur skref fram í tímann auk þess að reyna á samvinnu, þrautseigju, lausnarmiðaða hugsun og að læra af mistökum. Áhuginn var mikill og gleðin sannarlega með í för. Fleiri myndir hér: https://photos.google.com/u/4/album/AF1QipN1Kx3ZgH5WVubEdO6OVP5GIKmzjXJvH05OFvLC