Forvarnarfræðsla fyrir foreldra

Forvarnarfræðsla Magga Stef fyrir foreldra verður í Varmahlíðarskóla, mánudaginn 24. sept. kl. 16:30-18:00. Allir velkomnir en foreldrar 7.-10. bekkjar eru boðaðir sérstaklega. Á fundinum verður meðal annars rætt um uppeldistengd málefni, hvort veip (rafrettur) séu hættulegar og hvað við getum gert til þess að minnka líkur á vímuefnaneyslu. 

Frekari upplýsingar á heimasíðu um Forvarnarfræðslu Magga Stef.

Sjá einnig umsagnir foreldra um forvarnarfræðsluna.