Fyrstu dagar

Eftir að hafa verið lengi við önnur störf og á öðrum vettvangi hófu nemendur störf föstudaginn 22.ágúst. Að mörgu var að hyggja fyrsta daginn, bæði við að rifja upp gömul kynni af húsi og fólki og svo þurfti að máta sig við að hafa elst um ár, en í skólum er það viðmiðið að eftir sumarleyfi færist nemendur upp um einn bekk, enda er það lífsins gangur að halda alltaf áfram hægt og rólega og að taka eitt þrep í einu og komast þannig áfram upp hóla og hæðir sem á leiðinni verða. Víst má þó telja að gott hafi verið að fá helgarfrí eftir fyrsta daginn til þess að meðtaka þennan áfanga í rólegheitum.