Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Drangey

Varmahlíðarskóli fékk heimsókn í dag frá fulltrúum Kiwanisklúbbsins Drangey og lögreglunni. Tilefnið var að gefa nemendum í 1. bekk endurskinsvesti.  Gjöfin var vel þegin og erum við afar þakklát fyrir þessa rausnarlegu gjöf.