Haustdagar á Laugarvatni

Á Laugarvatni rekur UMFÍ ungmennabúðir og býðst 9.bekkingum að fara þangað og dvelja eina viku við leik og störf. Þar hittast u.þ.b. 80-90 nemendur úr nokkrum skólum og takast á við margs konar verkefni sem reyna á kjark og þor og samhliða gefst færi á því að víkka sjóndeildarhringinn og að kynnast nýju fólki sem hefur önnur og ólík sjónarmið. Til þess að nemendur kynnist sem mest er mikið um hópastarf og er blöndun úr skólum markviss og í frjálsum tíma fá nemendur gott færi til að ræða málin því að tölvur og símar glepja ekki á þessum stað því að í búðunum má ekki nýta slíka tækni. Þegar hugsað er um aðra viku októbermánaðar lifir minning um góða daga og ungmennafélagsanda.