Haustfrí og starfsdagar vikuna 14.-18. október

Vikuna 14.-18. október er haust-/vetrarfrí og starfsdagar í Varmahlíðarskóla. Starfsfólk skólans heldur í námsferð til Finnlands þar sem ætlunin er að kynnast finnsku skólastarfi. Frístund er opin fyrir nemendur yngsta stigs kl. 8:00-16:30.