Haustfundir

Kynningarfundir fyrir foreldra/forsjáraðila um skólastarfið eru fastur liður að hausti. Fundirnir voru að þessu sinni þrískiptir og haldnir 5. og 11. september. Fundirnir eru mikilvægir til að ræða fyrirkomulag námsins, uppbyggingu skólaársins og fleira. Það styður einnig vel við farsæla skólabyrjun að hausti að foreldrahópar hittist til að ræða ýmis praktísk mál. Sjá má áhersluatriði fundanna á eftirfarandi glærukynningum. Ef eitthvað er óljóst eða ef einhverjar spurningar vakna er foreldrum bent á að hafa samband við umsjónarkennara.

Haustfundur 1.-6. bekkjar

Haustfundur 7.-10. bekkjar