Hefðbundið skólastarf

Skólastarf verður hefðbundið í Varmahlíðarskóla frá og með morgundeginum, mánudegi 17. maí. 

Á fundi aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra í gær var ákveðið að framlengja ekki tímabundnar sóttvarnaraðgerðir í Skagafirði. Engar takmarkanir eru settar á skólahald og því er okkur ekkert til fyrirstöðu að halda áformum okkar og vonum um að skólastarf geti verið sem eðlilegast þessa síðustu daga skólaársins. 

Það skal þó áréttað að full ástæða er til að fara gætilega, ef minnstu einkenni gera vart við sig á ekki að mæta í skólann, heldur panta sýnatöku á heilsuvera.is eða með því að hringja á heilsugæsluna og útiloka minnsta grun um smit. Förum varlega og gætum vel að sóttvörnum.