Hefðbundið skólastarf eftir páska

Skólastarf Varmahlíðarskóla hefst miðvikudaginn 7. apríl líkt og gert var ráð fyrir. Skólastarf verður með hefðbundnu sniði, kennt skv. stundaskrá, þ.e. skóladagur í fullri lengd og kennsla í öllum námsgreinum. Engin grímuskylda er hjá nemendum þótt slíkt gildi fyrir starfsfólk í sameiginlegum rýmum og ef nánd við nemendur er minni en 2m við kennslu eða samskipti. Starfsemi mötuneytis og frístundar verður samkvæmt venju.

Helstu atriði nýrrar reglugerðar sem gildir til 15. apríl 2021 eru:

  • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkunum og grímuskyldu.

  • Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara á milli rýma.

  • Starfsfók skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum eða nota grímu.

  • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum untanaðkomandi.

  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.

  • Í sameiginlegum rýmum, t.d. anddyrum og matsal geta hópar nemenda farið yfir 50 en starfsmenn verða að nota grímu.

  • Gestakomur eru óheimilar í skólahúsnæði, ef nauðsyn ber til og foreldrar eða aðrir vegna starfa sinna eiga brýnt erindi, þá gildir grímuskylda.