Hefðbundið skólastarf í maí

Frá 4. maí verður hefðbundið skólastarf í Varmahlíðarskóla. Skóladagar í maí verða samkvæmt stundaskrá hjá öllum námshópum með vorívafi eins og vant er. Kennarar senda nánari vordagskrá síðar. Mötuneytið mun starfa í maí og boðið upp á bæði morgunmat og hádegismat. Nestistímanum er þar með lokið. Matseðill maímánaðar er kominn á vefinn.

Sundkennsla fellur niður í næstu viku vegna viðhaldsvinnu í sundlaug. Mikilvægt að börnin séu klædd eftir veðri, útivera og útiíþróttir verða í vaxandi mæli með hækkandi sól.

Kveðja, stjórnendur