Hnoðri í norðri

Mánudaginn 28. nóvember kom sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri í heimsókn í skólann og flutti jólasýninguna Ævintýri á aðventunni fyrir nemendur í 1.-4.bekk. 

Verkið er um jólalög, jólalykt og alla þá tilhlökkun sem fylgir aðventunni. Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir. Flytjendur eru: Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og söngkonurnar Björk Níelsdóttir og Erla Dóra Vogler. Rósu Ásgeirsdóttur hannaði búninga og Jenný Lára Arnórsdóttir leikstýrði.  

Sýningin er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, Uppbyggingarsjóði SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku. 

Hópurinn hefur ferðast víða með sýninguna og er hún hluti af því sem List fyrir alla býður upp á og er í samræmi við höfuðmarkmið þeirra en á heimasíðu félagsins segir:

Á hverju skólaári býður List fyrir alla grunnskólanemendum upp á vandaða listviðburði. Þannig stuðlar verkefnið að auknum möguleikum barna til upplifunar, listiðkunar og uppgötvunar á eigin listrænum hæfileikum í nánu samneyti við fagfólk í listum. Á tíu ára grunnskólagöngu öðlist nemendur góða yfirsýn yfir fjölbreytt listform og útfærslur frá mismunandi tímabilum og ólíkum menningarheimum.