Hrekkjavökudagur

Þá mættu allskonar kynjaverur; draugar, uppvakningar, nornir og margt fleira skemmtilegt og hræðilegt. Nemendur í 10. bekk útbjuggu draugagang sem allir nemendur skólans fengu tækifæri að ganga/skríða í gegnum. Þar voru allskonar hræðileg hljóð, köngulær, draugar og fleira sem hræddi úr okkur líftóruna, bæði nemendum og starfsfólki. Bekkjarskemmtun var hjá 1.- 4. bekk þar sem boðið var upp á margt skemmtilegt; horfa á hrekkjavökumynd, limbó, just dance, leika með dót og fleira. Dagurinn var mjög skemmtilegur og gaman að sjá hversu margir tóku þátt og mættu í búningum og/eða málaðir. Skemmtilegur uppbrotsdagur.