Íþróttamaraþon 10. bekkjar

Í síðustu viku heldu nemendur í 10. bekk íþróttamaraþon í einn sólarhring. Fram að þessu hefur íþróttamaraþonið verið haldið sem hluti af fjáröflun elstu nemenda fyrir útskriftarferð þeirra til Danmerkur, venjulega vikuna fyrir páskafrí. Vikurnar fyrir hafa nemendur verið búnir að safna áheitum hjá fyrirtækjum. Eins og alþjóð veit hefur samkomubann vegna Covid-19 komið í veg fyrir hvers kyns samkomur og þ.m.t. safnanir nemenda.   

10. bekkingarnir fóru hinsvegar á leit við skólastjóra að þeir fengju þó að halda maraþonið þó ekki yrði af áheitasöfnun. Í 24 klukkustundir sprikluðu og spörkuðu nemendur, stunduðu jóga, fóru í eltingaleik, teygðu sig og toguðu, lyftu lóðum og framkvæmdu hverskyns hreyfingar sem þeim datt í hug.