Jólakveðja

Kæru nemendur, foreldrar og aðrir vinir

Við sendum okkar bestu óskir til ykkar allra um gleðilega jólahátíð með von um að þið hafið það sem allra best yfir hátíðirnar. Njótið sem mest og best góðrar samveru með ykkar nánustu. Farið gætilega og passið vel uppá hvert annað. 

Skólastarf hefst að nýju mánudaginn 4. janúar. Við væntum þess að skólastarf á nýju ári verði með sama fyrirkomulagi og undanfarið, allavega fyrstu dagana. En stjórnvöld hafa ekki kynnt okkur ennþá nýja reglugerð um takmarkanir á skólahaldi sem tekur gildi um áramót. 

 

Með von um að nýtt ár færi okkur öllum gæfu og gleði í leik og starfi.

Stjórnendur og starfsfólk Varmahlíðarskóla