Jólakveðja Varmahlíðarskóla

Við sendum nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum okkar bestu óskir um gleðileg jól og góðar samverustundir um hátíðarnar. Vonandi slæðast spennandi bækur með í jólapakka, bæði til barna og fullorðinna. Við hvetjum alla til að lesa sem mest í jólafríinu og minnum á að lestraruppeldi skiptir höfuðmáli fyrir ánægju og notagildi lestrar.  

Bestu þakkir fyrir gott og gjöfult samstarf á árinu sem er að líða. Það er ómetanlegt að finna fyrir stuðningi skólasamfélagsins og samhug. Starfsfólk skólans á sannarlega skilið hrós fyrir þrautseigju og lausnamiðað starf á árinu. Vonandi færir nýja árið 2022 okkur öllum bjartari tíma!

Við hlökkum til að sjá alla nemendur í skólanum að loknu jólaleyfi. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 3. janúar.