Jólatré í upphafi aðventu

Í síðustu viku fóru nemendur í 4. bekk og hjuggu jólatré í skóginum. Að því loknu yljuðu þau sér við heitt kakó og piparkökur inn í matsal. Í dag, 30. 11., var svo kveikt á jólatrénu og allir nemendur og starfsfólk dansaði og söng í kringum jólatréð. Mikil hátíðarstemmning myndaðist úti í blíðskaparveðri. Að loknum söng og dansi var farið inn í matsal þar sem boðið var upp á ostabrauð, heitt kakó, ljúfa jólatóna og mandarínur. Skemmtileg jólahefð sem hefur fylgt skólanum í fjölda mörg ár.